
Hvað gerir GORE-TEX SHAKEDRY™ hlaupajakkann einstakan?
Fjaðurléttur
Svo léttur að þú finnur varla fyrir honum ásamt því að vera einstaklega meðfærilegur. Hægt að pakka saman og halda í hendi þegar heitt er í veðri.
Vatnsheldur
Hrindir vatni frá sér í öllum veðurskilyrðum. Varanlega vatnsheldur með vatnsþol upp að 28.000 mm
Andar vel
Andar hvað best af öllum GORE-TEX® fatnaði. Hleypir svita í gegn sem kemur í veg fyrir ofhitnun og tryggir þannig þægindi iðkandans.
Vindheldur
Algjörlega vindheldur og heldur þannig hita á kroppnum þrátt fyrir kalda og hvassa vinda. – Kjörið fyrir íslenskt veðurfar!
Það er ekki oft hægt að tala um byltingu í gerð íþróttafatnaðar en ekki er hægt að nota annað orð yfir GORE-TEX® SHAKEDRY™ hlaupajakkann frá GORE Wear, slík er nýjungin!
Flestir kannast við GORE-TEX®, efni með sérstöðu á markaði þegar kemur að vatnsheldni og varanleika og er þannig notað í hágæða fatnað hjá mörgum af fremstu útivistarvörumerkjum heims.
Minna hefur farið fyrir notkun GORE-TEX® í íþróttafatnaði, allt þar til GORE-TEX® Active leit dagsins ljós. Líkt og nafnið gefur til kynna er Active útgáfan hönnuð með hreyfingu notandans að leiðarljósi – Áherslan er þannig á góða öndun en á sama tíma að viðhalda eiginlega GORE-TEX® þegar kemur að vatns- og vindheldni.
GORE-TEX® SHAKEDRY™ tæknin leit síðan dagsins ljós sumarið 2017 sem undirflokkur Active tækninnar og setti samstundis nýja staðla í hlífðarfatnaði fyrir íþróttafólk.
Sú efnisuppbygging er tveggja laga en ekki þriggja laga líkt og vaninn er og því er fatnaður úr GORE-TEX® SHAKEDRY™ einstaklega léttur. Fatnaðurinn hrindir sömuleiðis sleitulaust frá sér vatni svo raki byggist ekki upp á yfirborðinu.
Þannig hentar SHAKEDRY fatnaður einstaklega vel fyrir metnaðarafulla íþróttamenn sem vilja ná hámarks árangri úr sinni æfingu óháð veðri.
HANNAÐur fyrir íþróttafólk
Tæknin á bakvið GORE-TEX Shakedry jakkana frá GORE Wear var þróuð í nánu samstarfi við afreksíþróttafólk í utanvegahlaupi og hjólreiðum; íþróttafólk sem gerir kröfur að hægt sé að nota fatnað í erfiðum veðurskilyrðum án þess að hreyfigeta skerðist um of.

Eru ekki fleiri lítur? Enginn meira áberandi appelsínugulur eða eitthvað?