Hlaupið þvert yfir Ísland

Jamie Ramsay er breskur ofurhlaupari og alþjóðlegur sendiherra GORE WEAR. Jamie státar sig m.a. af því að hafa hlaupið yfir 26.000 km í 26 mismunandi löndum en fyrsta hlaupaævintýri Jamie var þannig 367 daga og 17.000 km hlaup þvert yfir heimsálfuna Ameríku.

Næsta ævintýri hans er ekki af verri endanum; hlaupa þvert yfir Ísland!

Heildar vegalengdin er rúmlega 700 kílómetrar og mun Jamie hefja hlaupið þann 1. júlí.

Hér má sjá 700 km hlaupaleið Jamie á korti.

Á Instagram reikningi hans er hægt að fylgjast með undirbúningi hans fyrir hlaupið en það þarf að huga að ýmsu fyrir hlaup af þessu tagi.

View this post on Instagram

This is a quick overview of what Running Iceland is.

A post shared by Jamie Ramsay (@jamieisrunning) on

Það verður spennandi að fylgjast með hlaupaævintýri Jamie á Íslandi og munum við hjá Fimbul birta efni frá hlaupi hans á okkar samfélagsmiðlum – fylgist vel með!