Hvað er víðavangshlaup?

Mynd úr víðavangshlaupi Fimbul.is og Framfara 5. október 2019.

Fimbul.is og Framfarir kynntu á dögunum víðavangshlauparöð sína á haustdögum 2019. En hvað er víðavangshlaup? Við fengum Gunnar Pál Jóakimsson til að svara því:

Víðavangshlaup eiga sér langa sögu og voru keppnisgrein á Ólympíuleikum áður fyrr en í dag haldið Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót, Norðulandameistaramót og Íslandsmeistaramót í víðvangshlaupum.

Vegalengd er oftast á bilinu 4 til 12 km og hlaupið fer fram á víðavangi, oftast grasi en einnig alls kyns stígum. Það sem gerir þau svo skemmtileg er fjölbreytni í undirlagi og landslagi. Brekkur, beygjur, skurðir og hvert hlaup öðru ólíkt. Stundum eru þau hröð og fara fram á golfvöllum en oftar í hæðóttu og blautu landslagi, á það sérstaklega við víðavanghslaupin í Evrópu. Í bandarískum háskólum er keppnistímabil í víðavangshlaupum á haustin og er mikill viðburður hjá stórum sem smáum háskólum. Þá eru víðavangshlaup mjög vinsæl í Bretlandi og er keppnisgrein hjá grunnskólum. Í þessum löndum líta langhlauparar gjarnan á víðavangstímabil á haustin sem sér keppnisgrein en oft ekki síður góða leið til að styrkja sig sem hlaupara fyrir brautar og götuhlaup.

Margir af fremstu hlaupurum landsins líta á víðavangshlaup sem góða leið til að styrkja sig

Víðvangshlaup Fimbul.is og Framfara eru séstaklega set fram til að ná því markmiði og um leið að auka fjölbreytni í keppni í lengri hlaupum á Íslandi. Víðavangshlaup eru skemmtileg viðbót í hlaupamenningunni fyrir alla aldursflokka og öll getustig.


Viltu prófa víðavangshlaup? Smelltu á hnappinn hér að neðan og kynntu þér hlauparöð Fimbul.is og Framfara.