- GORE-TEX® ACTIVE jakki sem andar einstaklega vel og er bæði vind- og vatnsheldur (28.000mm).
- Vasi með snúruopi fyrir heyrnartól.
- Renndur brjóstvasi.
- Endurskin frá vörumerki og að aftan.

R3 GORE-TEX® Active jakki | Karlar
29.990kr. 15.000kr.
Alhliða vatns- og vindheldur íþróttajakki úr GORE-TEX® ACTIVE.
GORE-TEX® ACTIVE er sérhannað fyrir íþróttafólk en það er léttara, mýkra og andar betur en aðrar tegundir GORE-TEX®. Þessi jakki er því kjörinn fyrir íþróttafólk sem vill stunda sína útivist óháð veðri og vindum. Hentar vel fyrir alla hreyfingu.
GORE-TEX®
HVAÐ ER GORE-TEX®?
Í grunninn er Gore-Tex himna sem hrindir frá sér vatni en hleypir einnig vatnsgufu í gegn.
Þannig verndar Gore-Tex einstaklinga ekki einungis frá bleytu sem fylgir úrkomu heldur einnig vatnsgufum sem myndast við svita. Auk þessara eftirsóttu eiginleika er Gore-Tex einnig vindhelt.
Gore-Tex hentar því einkar vel fyrir útivistarfatnað og skófatnað sem þola þarf ýmiskonar erfið veðurskilyrði.
Gore-Tex efnið tryggir þannig að iðkendur haldist þurrir í blautum og slæmum veðurskilyrðum, enda er heimsfrægt markaðsloforð þeirra „Guaranteed to Keep Your Dry“. Loforð sem ætti að falla vel í kramið hjá Íslendingum.
nánar um GORE-TEX (á ensku)GORE-TEX® ACTIVE
GORE-TEX® Active er það efni sem andar hvað best af öllum þeim efnum sem tilheyra Gore-Tex fjölskyldunni. Ásamt því er efnið að sjálfsögðu vatns- og vindhelt.
Klæðnaður úr GORE-TEX® Active er léttur og fellur þægilega að líkamanum. Uppbygging efnisins kemur í veg fyrir að sviti safnist auðveldlega saman sem tryggir að iðkandi haldist kældur þegar átök eiga sér stað en hlýr við upphitun. Kjörið fyrir íþróttafólk sem vill stunda sína útivist óháð veðri og vindum.
GORE-TEX® SHAKEDRY ™
GORE-TEX® SHAKEDRY tæknin leit dagsins ljós sumarið 2017 og setti samstundis nýja staðla í hlífðarfatnaði fyrir íþróttafólk.
Þessi nýja tækni gerir notendum kleift að hristia flíkina og þurrka hana þannig á örskömmum tíma.
Þetta leiðir til þess að við notkun hrindir flíkin sleitulaust frá sér vatni svo raki byggist ekki upp á yfirborðinu.
ÞRJÚ MEGINEINKENNI GORE-TEX®

VATNSHELDNI
Gore-Tex klæðnaður hrindir vatni frá sér í öllum veðurskilyrðum. Það sem aðgreinir vatnsheldni Gore-Tex frá öðrum sambærilegum vörum er varanleikinn , en klæðnaður úr Gore-Tex heldur þeim eiginleika allan líftíma vörunnar.

VINDHELDNI
Gore-Tex klæðnaður er að öllu leyti vindheldur og kemur þannig í veg fyrir að köld vetrargola nái inn að skinni.

ÖNDUN
Gore-Tex klæðnaður hleypir svita í gegnum sig og kemur þannig í veg fyrir ofhitnun og svitamyndun.
Þessi eiginleiki leiðir til þess að húðin helst þurr á meðan æfingu stendur.
GORE-TEX VÖRUR FRÁ GORE WEAR
Með GORE WEAR® gefst nú íþróttafólki færi á að nýta sér kosti og þægindi Gore-Tex við krefjandi æfingar í erfiðum veðurskilyrðum.
Engineered for



Attributes




