GORE® WEAR

 

GORE® WEAR framleiðir íþrótta- og útivistarfatnað í hæsta gæðaflokki. 

Vörur frá GORE® eru hannaðar og þróaðar í samráði við atvinnuíþróttfólk í hinum ýmsu greinum.
Þannig er hægt að tryggja að vörunar henti þeim allra kröfuhörðustu sem vilja ná sem mest úr sinni æfingu. 

Allur GORE® klæðnaður er gerður úr fyrsta flokks efni sem hægt er að lesa um nánar hér fyrir neðan.

ICEBUG

 

Sænska skófyrirtækið Icebug eru frumkvöðull á sviði skófatnaðar til notkunar í hálku og sleipum aðstæðum.

 

Fyrirtækið var stofnað árið 2001 í Svíþjóð og hefur farið ört stækkandi með ári hverju þökk sé frumkvöðlastarfi og sköpunargleði.

Skóbúnaður Icebug hefur farið sigurför víða um Skandinavíu ásamt Kanada. Nú er röðin komin að Íslendingum að fá tækifæri til að kynnast þessum hagnýta skóbúnaði.

ÍTAREFNI

Hvað er GORE-TEX®?

GORE-TEX® er vatnsþétt efni sem andar einstaklega vel og hentar því vel fyrir útivistarklæðnað.

Hvað er GORE® WINDSTOPPER®?

Algjörlega vindhelt efni sem andar einstaklega vel ásamt því að veita vatnsvörn.

Hvað er BUGrip®?

Griptækni á skóbúnað frá Icebug.
Sóli með 15-19 tökkum úr karbíðstáli.

Hvað er RB9X®?

Nýjasta skósólatæknin frá Icebug, gúmmí sem veitir einstaklega góða núningsmótstöðu.

NÁNAR

HVAÐ ER GORE-TEX®?

Í grunninn er Gore-Tex himna sem hrindir frá sér vatni en hleypir einnig vatnsgufu í gegn. 
Þannig verndar Gore-Tex einstaklinga ekki einungis frá bleytu sem fylgir úrkomu heldur einnig vatnsgufum sem myndast við svita. Auk þessara eftirsóttu eiginleika er Gore-Tex einnig vindhelt. 

Gore-Tex hentar því einkar vel fyrir útivistarfatnað og skófatnað sem þola þarf ýmiskonar erfið veðurskilyrði. 

Gore-Tex efnið tryggir þannig að iðkendur haldist þurrir í blautum og slæmum veðurskilyrðum, enda er heimsfrægt markaðsloforð þeirra „Guaranteed to Keep Your Dry“. Loforð sem ætti að falla vel í kramið hjá Íslendingum.

 

 

nánar um GORE-TEX (á ensku)
NÁNAR

ÞRJÚ MEGINEINKENNI GORE-TEX®

 

VATNSHELDNI

Gore-Tex klæðnaður hrindir vatni frá sér í öllum veðurskilyrðum. Það sem aðgreinir vatnsheldni Gore-Tex frá öðrum sambærilegum vörum er varanleikinn , en klæðnaður úr Gore-Tex heldur þeim eiginleika allan líftíma vörunnar.

 

 

VINDHELDNI

Gore-Tex klæðnaður er að öllu leyti vindheldur og kemur þannig í veg fyrir að köld vetrargola nái inn að skinni. 

 

 

ÖNDUN

Gore-Tex klæðnaður hleypir svita í gegnum sig og kemur þannig í veg fyrir ofhitnun og svitamyndun. 

Þessi eiginleiki leiðir til þess að húðin helst þurr á meðan æfingu stendur.

GORE-TEX VÖRUR FRÁ GORE WEAR

Með GORE WEAR® gefst nú íþróttafólki færi á að nýta sér kosti og þægindi Gore-Tex við krefjandi æfingar í erfiðum veðurskilyrðum. 

HVAÐ ER GORE® WINDSTOPPER®?

Þú getur verið verið viss um að vörur með GORE WINDSTOPPER® séu algjörlega vindheldar og andi einstaklega vel til að þér líði þægilega þó að kaldir vindar blási.

GORE® WINDSTOPPER® er næfurþunn himna sem er plasthúðuð á vefnað svo vefnaðurinn verði vindheldur og hleypi gufu í gegn. 

Þessi samblanda vindvarnar og öndunar tryggir afbragðsvörn gegn köldum vindum og spornar auk þess gegn því að líkaminn ofhitni í átökum. Efnisuppbyggingin tryggir einnig vatnsvörn í flestum flíkum. 

 

nánar um GORE® WINDSTOPPER® (á ensku)

ÞRJÚ MEGINEINKENNI GORE® WINDSTOPPER®

 

ALGJÖR VINDHELDNI

Vörur með GORE® WINDSTOPPER® eru varanlega vindheldar.

 

 

GÓÐ ÖNDUN

GORE® WINDSTOPPER® hleypir vatnsgufum auðveldlega í gegn til að tryggja þægindi við mikil átök.

 

 

VATNSVÖRN

Vörur með GORE® WINDSTOPPER® eru vatnsvarnar og þola því létta rigningu og úða.

 

GORE® WINDSTOPPER® VÖRUR FRÁ GORE WEAR

GORE WEAR® býður upp á fjölbreytt úrval vara með GORE® WINDSTOPPER®

HVAÐ ER BUGrip®?

BUGrip® nefnist sú tækni við sem Icebug notar í skóbúnaði og er sérstaklega gerður fyrir sleipar aðstæður.

Sóli með BUGrip® er búinn til úr sérhannaðri gúmmíblöndu með 15-19 innbyggðum tökkum úr karbíðstáli. 

Hönnun takkanna, auk eiginleika gúmmísins, gefur þeim breytilega virkni en þannig vinna þeir sjálfstætt. Takkarnir eru ekki alveg fastir í sólanum sem gerir það að verkum að þegar þyngd verkar á takkana ýtast þeir að yfirborði sólans. Hversu langt takkarnir fara inn fer eftir þrýstingi frá hlaupara og því viðnámi sem jörðin veitir á móti. Þessi dýnamíska virkni lagar takkana að aðstæðum hverju sinni, allt frá þurru malbiki til ísilagðs vatns. 

nánar BUGGRIP® frá icebug (á ensku)

ÚTSKÝRINGARMYNDBAND 

SKÓR MEÐ BUGrip®

Hægt er að fá ýmsan skóbúnað útbúinn BUGrip® tækninni og hafa hlauparar tekið BUGrip® skóbúnaðinum fagnandi.

26.990kr.
  • Hreinsa