ICEBUG

 

Sænska skófyrirtækið Icebug eru frumkvöðull á sviði skófatnaðar til notkunar í hálku og sleipum aðstæðum.

 

Fyrirtækið var stofnað árið 2001 í Svíþjóð og hefur farið ört stækkandi með ári hverju þökk sé frumkvöðlastarfi og sköpunargleði.

Skóbúnaður Icebug hefur farið sigurför víða um Skandinavíu ásamt Kanada. Nú er röðin komin að Íslendingum að fá tækifæri til að kynnast þessum hagnýta skóbúnaði.

ÍTAREFNI

Hvað er BUGrip®?

Griptækni á skóbúnað frá Icebug.
Sóli með 15-19 tökkum úr karbíðstáli.

Hvað er RB9X®?

Nýjasta skósólatæknin frá Icebug, gúmmí sem veitir einstaklega góða núningsmótstöðu.

NÁNAR

HVAÐ ER BUGrip®?

BUGrip® nefnist sú tækni við sem Icebug notar í skóbúnaði og er sérstaklega gerður fyrir sleipar aðstæður.

Sóli með BUGrip® er búinn til úr sérhannaðri gúmmíblöndu með 15-19 innbyggðum tökkum úr karbíðstáli. 

Hönnun takkanna, auk eiginleika gúmmísins, gefur þeim breytilega virkni en þannig vinna þeir sjálfstætt. Takkarnir eru ekki alveg fastir í sólanum sem gerir það að verkum að þegar þyngd verkar á takkana ýtast þeir að yfirborði sólans. Hversu langt takkarnir fara inn fer eftir þrýstingi frá hlaupara og því viðnámi sem jörðin veitir á móti. Þessi dýnamíska virkni lagar takkana að aðstæðum hverju sinni, allt frá þurru malbiki til ísilagðs vatns. 

nánar BUGGRIP® frá icebug (á ensku)

ÚTSKÝRINGARMYNDBAND 

SKÓR MEÐ BUGrip®

Hægt er að fá ýmsan skóbúnað útbúinn BUGrip® tækninni og hafa hlauparar tekið BUGrip® skóbúnaðinum fagnandi.