
GORE® WEAR
GORE® WEAR framleiðir íþrótta- og útivistarfatnað í hæsta gæðaflokki.
Vörur frá GORE® eru hannaðar og þróaðar í samráði við atvinnuíþróttfólk í hinum ýmsu greinum.
Þannig er hægt að tryggja að vörunar henti þeim allra kröfuhörðustu sem vilja ná sem mest úr sinni æfingu.
Allur GORE® klæðnaður er gerður úr fyrsta flokks efni sem hægt er að lesa um nánar hér fyrir neðan.

ICEBUG
Sænska skófyrirtækið Icebug eru frumkvöðull á sviði skófatnaðar til notkunar í hálku og sleipum aðstæðum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2001 í Svíþjóð og hefur farið ört stækkandi með ári hverju þökk sé frumkvöðlastarfi og sköpunargleði.
Skóbúnaður Icebug hefur farið sigurför víða um Skandinavíu ásamt Kanada. Nú er röðin komin að Íslendingum að fá tækifæri til að kynnast þessum hagnýta skóbúnaði.
ÍTAREFNI

Hvað er GORE-TEX®?
GORE-TEX® er vatnsþétt efni sem andar einstaklega vel og hentar því vel fyrir útivistarklæðnað.

Hvað er GORE® WINDSTOPPER®?
Algjörlega vindhelt efni sem andar einstaklega vel ásamt því að veita vatnsvörn.

Hvað er BUGrip®?
Griptækni á skóbúnað frá Icebug.
Sóli með 15-19 tökkum úr karbíðstáli.

Hvað er RB9X®?
Nýjasta skósólatæknin frá Icebug, gúmmí sem veitir einstaklega góða núningsmótstöðu.